Bernaise sósa

Ekkert panik! þetta er ekki eins flókið mál og margir telja!

Mesta vandamálið er að þegar maður er búinn að læra uppskriftina að þá verður maður að stoppa sig af að elda hana ekki í öll mál! ;)

2 eggjarauður
140 gr smjör
1 msk bernaise essence (fæst í öllum búðum m.a bónus)
2 msk terragon (estragon)
1/2 kjötkraftur
2 msk steinselja smátt söxuð (ég sleppi því ef ég á það ekki til)

1. fyllið botninn af vaskinum af heitu vatni (37°). Aðskiljið eggin og setjið rauðurnar í skál ofan í vatnsbaðið(vaskinn). Þeytið þar til að eggin eru orðin "creamy og fluffy" og ljósgul.

2. Á meðan þið erum að þeyta eggin bræðið smjöri í potti. Þegar það er brætt þá hellið þið því hægt og rólega út í eggin og hrærið vel á meðan. Það er trixið að passa sig að hræra vel svo að þetta skilji sig ekki. Munið einnig að hræra í smjörinu því að mjólkin skilur sig frá smjörinu og endar á botninum í pottinum.

3. Skiljið eftir 2-3 msk af smjöri í pottinum og blandið kjötkraftinum út í og hrærið það við smjörið. þegar það hefur blandast við smjörið má hella því út í eggja og smjörblönduna


4. Nú þarf bara að bernaise essence, steinselju og terragon út í og voila! bernaisesósa tilbúin!

Bon apetit!

Comments

Popular posts from this blog

Barnalands harpo kakan

Frábæru brauðbollurnar hennar Valgerðar

Mælieiningar - Bollar (cups)